Persónuverndarstefna

Aromatherapyskólinn er fræðslufyrirtæki sem starfar á sviði starfsmenntunar. Meginmarkmið Aromatherapyskólans er að bjóða upp á vandað tveggja ára nám um ilmkjarnaolíur og að útskrifa aromatherapista. Auk þess að halda styttri námskeið fyrir almenning um ábyrga og örugga notkun ilmkjarnaolía til sjálfshjálpar.

Skipulag námsins tekur mið af þörfum vinnandi fólks. 

Aromatherapyskólinn er hluti af Frú Maríu ehf kt: 450299-2949

Um persónuverndarstefnuna

Aromatherapyskólanum er umhugað um örugga meðferð persónuupplýsinga. Við virðum rétt einstaklinga til einkalífs og leggjum áherslu á að tryggja að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við ákvæði laga og reglna um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Persónuupplýsingar sem Aromatherapyskólinn vinnur með eru:

nafn, kennitala, heimilsfang, netfang og símanúmer.

Þessar persónuupplýsingar eru notaðar til að:  

1. Afgreiða umsóknir um nám hjá Aromatherapyskólanum.

2. Gefa út reikninga á nemendur.

3. Gefa út prófskírteini – Diploma.

4. Viðhalda góðri þjónustu og gæðastarfi með útsendingu á gæðakönnunum til nemenda.

Myndir úr skólalífi kunna að vera birtar á samfélagsmiðlum að fengnu samþykki nemenda áður en slíkar myndir eru teknar og birtar. Myndir sem teknar eru af útskriftarhópum eru birtar á samfélagsmiðlum. Vilji nemandi ekki vera á slíkum myndum skal senda póst á aromatherapyskolinn@gmail.com.  

Aromatherapyskólinn tryggir að persónuupplýsingar séu ekki afhentar óviðkomandi þriðja aðila. Sérhver miðlun persónuupplýsinga á sér aðeins stað með samþykki viðkomandi nemanda eða er í samræmi við heimild í persónuverndarlögum eða annarri löggjöf.

Aromatherapyskólinn deilir ekki persónuupplýsingum með fyrirtækjum, stofnunum eða einstaklingum nema:

1. Leyfi frá einstaklingi liggi fyrir.

2. Af lagalegum ástæðum til að tryggja rétta málsmeðferð.

Allar fyrirspurnir um meðhöndlun persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu Aromatherapyskólans skal senda á netfangið: aromatherapyskolinn@gmail.com

Einnig er hægt að senda erindi til Persónuverndar ef upp kemur óánægja með vinnslu fyrirtækisins á persónuupplýsingum.