Greiðsluskilmálar

Skráningargjald á námskeiðin Sjálfshjálp með aromatherapy er innheimt við skráningu og er óendurkræft.

Skráningargjald er innheimt við skráningu í Aromatherapyskólann til að tryggja námsvist. Skráningargjaldið er 5% af heildar námsgjaldi og er óendurkræft.

Ganga þarf frá skólagjöldum fyrir allt námið áður en nám hefst og telst skráning ekki gild fyrr en búið er að ganga frá greiðslu. Greiðsla verður skuldfærð af korti um það bil sem námskeið hefst nema annað sé tekið fram. Hægt er að velja eftirfarandi greiðsluleiðir:

  • Debetkort: Vísa Electron og Maestro
  • Kreditkort: Vísa og Mastercard
  • Kreditkort – greiðsludreifing í allt að 24 mánuði – á einungis við um skólagjöld í 2ja ára nám Aromatherapyskólans.

Eftir að nám er hafið hefur nemandi skuldbundið sig til að greiða allt námsgjaldið og er því ekki hægt að fá það fellt niður eða endurgreitt.

Aromatherapyskólinn endurgreiðir námsgjaldið að fullu ef lágmarksfjöldi þátttakenda næst ekki og námið er fellt niður.

Tölvupóstur verður sendur sem staðfesting á móttöku skráningar og greiðslu námskeiðs og skráningargjalda. Vinsamlegast hafðu samband við Aromatherapyskólann ef þér berst engin staðfesting með tölvupósti á aromatherapyskolinn@gmail.com

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara skilmála eða vegna brota á þeim er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.