Vandað Aromatherapynám

Aromatherapyskólinn býður framúrskarandi tveggja ára menntun sem byggir á gamalli þekkingu á ilmkjarnaolíum og nýjustu uppgötvunum og rannsóknum á sviði aromatherapy. Nemendur læra á 50 ilmkjarnaolíur, hvernig þær eru unnar úr jurtum, virkni þeirra og efnafræði. Nemar læra örugga, ábyrga og hagnýta notkun ilmkjarnaolía til forvarna heilsu og vellíðunar. Kennt er aromatherapynudd og þurfa nemar að skila inn nuddskýrslum á námstímanum. 

Skráning fyrir skólaárin 2022-2024 er hafin. Skráðu þig í þetta skemmtilega og einstaka nám hér á síðunni undir Skráning