Description
Tilboð tvö námskeið saman í námskeiðaröðinni: Sjálfshjálp með aromatherapy
Námskeiðin styðja við hvort annað en eru kennd sem sjálfstæð námskeið.
Námskeiðið verður haldið að Hamrahlíð 17, Hús Blindrafélagsins, 2 hæð.105 Reykjavík.
Námskeiðið er 5 tímar með hádegishléi frá 10-15 laugardaginn 25.nóvember 2023
Innifalið í verði eru námsgögn með uppskriftum og aromatherapy blöndur gegn verkjum.
Kynntar verða 8 ilmkjarnaolíur sem geta hjálpað gegn höfuðverkjum og verkjum í stoðkerfi.
Kennt verður að blanda úr þessum olíum og fá nemendur með sér tvær blöndur sem þeir blanda sjálfir á námskeiðinu.
Nemendur geta valið að mæta í rauntíma á Zoom og fá námsgögn send til sín í tölvupósti. Þá eru ilmkjarnaolíublöndurnar ekki innifaldar.