Geymsluþol ilmkjarnaolía er ruglingslegt fyrir marga. Hér áður fyrr var talið að þær geymdust og geymdust… en það er því miður ekki rétt. Geymsluþol ilmkjarnaolía sem unnar eru úr sítrusávöxtum hafa minnsta geymsluþolið, einungis í 1-2 ár frá vinnslu þeirra. Á móti er talið að Pachouli ilmkjarnaolían verði þroskaðri og betri með árunum, eins og ostar, vín og konur. Ilmkjarnaolíur geymast best í dökkum glerílátum og á svölum stað. Hvernig veit ég hvort ilmkjarnaolían mín er ónýt? Besta leiðin er að nota nefið og þefa af henni. Ef lyktin af ilmkjarnaolíunni er orðin eins og edik eða þú finnur einhvern vínanda undirtón hefur hún oxast og skemmst. Ekki er öruggt að nota oxaðar ilmkjarnaolíur í blöndur á húðina né í ilmkjarnaolíulampann. Mögulega er hægt að nota þær í skúringarvatnið. |
