Sumar ilmkjarnaolíur eru með efnainnihald sem er Phototoxic. Það þýðir að þær eru ljósnæmar og hafa þannig áhrif á húðina okkar, að hún getur ekki varið okkur fyrir sólinni. Sumir hafa lent á bráðamóttöku með alvarleg sólbrunasár eftir stuttan tíma í sólinni eftir að hafa borið á sig blöndu eða húðvöru sem innihalda þessi efni. Aðrir hafa verið heppnari og einungis fengið á sig litabreytingar í húð. Sú ilmkjarnaolía sem er þekkt fyrir að vera skæðust í þessum efnum er hin dásamlega Bergamot – Citrus beramia. Einnig ber að nota allar sítrusoíurnar þar með talið Sweet Orange – Citrus sinesis sem eru kaldpressaðar með varúð í sólinni. Ekki eru það bara sítrusolíur sem eru Phototoxit heldur einnig Angelica Root – Angelica archangelica, eða Hvannarrótarolían. |