Skordýrabit

Nú er sumartíminn að ganga í garð og þá lifna við ýmiskonar skordýr sem verða ástfangin af okkur mönnunum …svo mikið að þeim langar til að bíta í okkur.

Plöntur eiga við sama vandamál að stríða þess vegna framleiða þær ilmkjarnaolíur sem verja þær fyrir skordýrum og laða að sér frjóbera.

Hér er uppskrift af geli sem ég hef notað í áratug geng skordýrabiti og það hefur reynst mér mjög vel. Ég uppgötvaði þessa blöndu þegar við systir mín vorum á Thailandi og mjög vinsælar af skordýrunum þar. 

Gel gegn skordýrabiti:

30 ml Aloe vera gel (99,9% er best)

7 dropar Peppermint ( Mentha piperita)

7 dopar Tea tree (Melaleuca alternifolia)

5 dropar Lavender ( Lavandula angustifolia)

3 dropar Yarrow ( Achillea millefolium)

Blandað mjög vel saman.

Borið beint á skordýrabit um leið og þú verður þeirra var. 

Categories: Uncategorized